„Kennið mér um, ekki honum“

Tuchel tók ákvörðun um að skipta um markmann á ögurstundu …
Tuchel tók ákvörðun um að skipta um markmann á ögurstundu í kvöld. AFP

Tomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var svekktur eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Liverpool í úrslitaleik enska deildabikarsins í dag.

Tuchel tók ákvörðunum um að setja varamarkmanninn sinn, Kepa Arrizabalaga inn fyrir Edouard Mendy á síðustu mínútu framlengingarinnar. Kepa er almennt talinn vera góður vítabani en honum tókst ekki að vera neina vítaspyrnu í dag, ásamt því að klikka sjálfur á síðustu spyrnu síns liðs.

Tuchel tjáði sig um málið að leik loknum:

„Við finnum að sjálfsögðu til með honum. Það er erfitt að hann hafi verið sá sem klikkaði á eina vítinu en við kennum honum ekki um. Ég tek ákvarðanirnar og það er auðvelt að vera vitur eftir á. Við vitum ekki hvað hefði gerst með Mendy í markinu. Ekki kenna Kepa um, kennið mér um. Ég tek ákvarðanirnar svo ábyrgðin er mín, þannig er virkar þetta fyrir knattspyrnustjóra.

Kepa er aðeins betri en Mendy í að verja víti. Það er óvanalegt að allir 11 leikmennirnir þurfi að taka víti og hann flýtti sér kannski aðeins of mikið. Ég sagði í klefanum að enginn ætti að missa svefn yfir þessu, sérstaklega ekki Kepa. Svona virka úrslitaleikir - annað liðið þarf að tapa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert