Tékkinn skaut West Ham upp í fimmta sæti

Tomas Soucek skorar sigurmarkið.
Tomas Soucek skorar sigurmarkið. AFP

Tékkinn Tomás Soucek var hetja West Ham er liðið vann 1:0-heimasigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom sigurmarkið á 59. mínútu er Soucek skoraði eftir undirbúning frá Michail Antonio þegar Wolves tókst illa að ráða við spil eftir innkast. 

West Ham er nú í fimmta sæti með 34 stig, tveimur stigum frá Manchester United í fjórða sæti. Wolves er í áttunda sæti með 40 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert