Jóhann Berg leikur ekki á næstunni

Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsmaður í knattspyrnu leikur ekki á næstunni vegna meiðsla. 

Jóhann Berg greinir frá þessu á samfélagsmiðlum en hann hefur lítið getað beitt sér með Burnley í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu. 

Jóhann er meiddur á kálfa og er kominn í frí til að slaka á áður en endurhæfing hefst. Hann segir síðustu vikur hafa verið þær erfiðustu á knattspyrnuferlinum því hann hafi ekkert getað gert til að hjálpa Burnley sem berst fyrir sæti sínu í úrvalsdeildinni. 

Jóhann var skorinn upp vegna botnlangabólgu og var botnlanginn fjarlægður. Hann segist hafa rifið kálfa á fyrstu æfingu eftir aðgerðina og hefur því verið afar seinheppinn í vetur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka