Abramovich bannað að selja Chelsea og völlurinn verður hálftómur

Allar eigur Romans Abramovich á Bretlandseyjum hafa verið frystar.
Allar eigur Romans Abramovich á Bretlandseyjum hafa verið frystar. AFP/Ben STANSALL

Bresk stjórnvöld beittu í dag rússneska auðkýfinginn Roman Abramovich refsiaðgerðum vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.

Allar eigur Abramovich á Bretlandseyjum hafa verið frystar og þá má hann ekki stunda viðskipti innan Bretlands á næstunni. Hann getur því ekki selt enska knattspyrnufélagið Chelesa eins og til stóð.

Þá má félagið ekki selja miða á heimaleiki og verða því aðeins ársmiðahafar á Stamford Bridge næstunni. Félagið má ekki selja varning beint til stuðningsmanna, gera nýja samninga við leikmenn, kaupa nýja leikmenn né selja veitingar til þeirra sem fá að mæta á völlinn. 

Félagið verður þó áfram starfandi og leikmenn og annað starfsfólk fá borguð laun. Abramovich má þó ekki hagnast á því að eiga félagið á meðan refsiaðgerðirnar eru við gildi. 

Abramovich hefur lengi haft tengsl við Vladímir Pútín Rússlandsforseta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert