Sanngjarnast að hafa enga áhorfendur

Chelsea mætir Middlesbrough í enska bikarnum um helgina.
Chelsea mætir Middlesbrough í enska bikarnum um helgina. AFP

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur farið fram á að bikarleikur liðsins við Middlesbrough fari fram fyrir luktum dyrum, þar sem stuðningsmenn Chelsea fá ekki að mæta á leikinn vegna refsiaðgerða breskra stjórnvalda í garð eigandans Roman Abramovich.

Abramovich er meinað að hagnast á því að eiga Chelsea eftir aðgerðirnar og því getur félagið ekki selt stuðningsmönnum sínum miða á völlinn. Samkvæmt Chelsea er það ósanngjarnt ef stuðningsmenn andstæðinganna fá að mæta á völlinn en ekki stuðningsmenn Chelsea.

„Það er mikilvægt fyrir keppnina að bikarleikurinn við Middlesbrough fer fram en okkur þykir leiðinlegt að biðja enska knattspyrnusambandið um að spila leikinn fyrir luktum dyrum. Það yrði sanngjarnasta leiðin,“ segir í yfirlýsingu sem Chelsea sendi frá sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert