Einn sá allra reynslumesti hættur

Reynsluboltinn Neil Warnock er hættur.
Reynsluboltinn Neil Warnock er hættur. AFP

Neil Warnock, einn allra reynslumesti knattspyrnustjóri enskrar knattspyrnu frá upphafi er hættur í þjálfun.

Hinn 73 ára gamli Warnock stýrði 16 liðum á Bretlandseyjum á ferli sem spannaði 42 ár. Fyrir það lék hann sem leikmaður í 12 ár. Warnock var síðast stjóri Middlesbrough í ensku B-deildinni en hann hætti þar eftir slakt gengi seint á síðasta ári.

Warnock stýrði liðum eins og QPR, Sheffield United og Cardiff City öllum upp í ensku úrvalsdeildina ásamt því að leiða Plymouth Argyle á Wembley-völlinn.

Warnock á metið yfir flestum leikjum stýrðum í enskri atvinnumannaknattspyrnu en hann á einnig metið yfir að hafa oftast farið upp um deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert