Greenwood áfram laus gegn tryggingu

Mason Greenwood.
Mason Greenwood. AFP

Mason Greenwood, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, verður áfram laus gegn tryggingu. Greenwood er grunaður um nauðgun, líkamsárás og líflátshótanir í garð fyrrverandi kærustu sinnar.

Hann var handtekinn í janúar síðastliðnum eftir að konan birti ljósmyndir af sér með áverka, sem hún segir vera af hendi Greenwoods, auk myndskeiða þar sem karlmaður, sem hún segir vera Greenwood, hefur í hótunum við hana og beitir ofbeldi að hennar sögn.

Lögreglan í Manchester hefur gefið það út að rannsókn á ljósmyndum og myndskeiðum í í tengslum við ofbeldi séu áfram til rannsóknar standi áfram yfir.

Lausn Greenwoods gegn tryggingu átti að renna út á morgun, laugardag, en hefur nú verið framlengd fram til miðs júní, þegar áætlað er að hann mæti fyrir rétt.

Greenwood hefur ekki æft né leikið með Man. United síðan hann var handtekinn. Nike rifti þá styrktarsamningi hans og var Greenwood einnig fjarlægður úr FIFA 22, tölvuleiknum vinsæla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert