Bara einn galli við þennan leikmann

Jude Bellingham í leik með enska landsliðinu í síðasta mánuði.
Jude Bellingham í leik með enska landsliðinu í síðasta mánuði. AFP/Paul Ellis

Jür­gen Klopp, knatt­spyrn­u­stjóri Li­verpool, er afar hrif­inn af Jude Bell­ing­ham, unga enska landsliðsmann­in­um hjá Borussia Dort­mund, en seg­ir að það sé aðeins einn galli við þann leik­mann.

Hann sé ekki til sölu.

Klopp var spurður um leik­mann­inn á heimasíðu fé­lags­ins. „Hann er ekki til sölu, svo það er fyrsti gall­inn við hann. Tja, það er reynd­ar eini gall­inn á þeim leik­manni!" sagði Klopp.

„Ég á ekki von á því að við mun­um kaupa miðju­mann. En maður veit aldrei hvort ein­hver muni koma til mín og seg­ist vilja fara eitt­hvert annað. En það hef­ur eng­inn gert það. Ef það ger­ist verðum við að ræða sam­an aft­ur," sagði Jür­gen Klopp.

Bell­ing­ham er nýorðinn 19 ára en er samt bú­inn að spila 15 A-lands­leiki fyr­ir Eng­land og 61 leik með Dort­mund í þýsku 1. deild­inni frá því hann var keypt­ur þangað frá Bir­ming­ham fyr­ir tveim­ur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert