Ég hef bætt mig mikið sem leikmaður og ég vil þakka Pep (Guardiola) og öllum starfsmönnum fyrir hjálpina. Þau eru fullkomlega staðráðin í að hjálpa mér að verða besti leikmaðurinn sem ég get verið og ég kann mikið að meta erfiðis vinnu þeirra.
Okkur hefur gengið mjög vel síðan ég kom hingað sem er eitthvað sem gerir mig mjög stoltan. En satt að segja hefur þessi árangur gert mig hungraðri í meira. Þegar þú byrjar að vinna stóra titla þá vilt þú ekki hætta. Mér finnst City bjóða mér bestu möguleikana á að vinna titla og ég er mjög ánægður með að vera hér lengur,“ sagði Rodri um samninginn.