Haaland skoraði strax (myndskeið)

Erling Haaland fangar marki sínu í nótt.
Erling Haaland fangar marki sínu í nótt. AFP

Norski framherjinn Erling Braut Haaland skoraði eftir 12 mínútur er hann þreytti frumraun sína fyrir Manchester City í 1:0 sigri á Bayern München í æfingaleik liðanna í Bandaríkjunum í nótt. 

Kevin De Bruyne sendi boltann á Jack Grealish sem fór framhjá Dayot Upamecano og sendi boltann fyrir þar sem Haaland tæklaði hann inn í markið. 

Einni mínútu eftir mark Haalands voru liðin send til baka í búningsklefana þar sem það var úrhellisrigning á vellinum. Báðum hálfleikjunum var síðar stytt í 40 mínútur og var því aðeins leikið í 80 mínútur út af veðuraðstæðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert