Núnez bað Liverpool aðdáendur afsökunar

Darwin Nunez í leiknum gegn Crystal Palace.
Darwin Nunez í leiknum gegn Crystal Palace. AFP/Paul Ellis

Darwin Núnez fékk beint rautt spjald og var var sendur í þriggja leikja bann eftir að hafa skallað Joachim And­er­sen í leik Liverpool gegn Crystal Palace í vikunni.

Núnez gekk til Liverpool í leikmannaglugganum og fyrsti leikur hans í byrjunarliði í ensku deildinni entist 57. mínútur þar til hann fékk að líta rautt spjald fyrir að skalla danska miðvörð Palace, Joachim And­er­sen. 

Núnez er frá Úrúgvæ og ritaði fyrst á meginmáli sínu, spænsku, á Twitter.

„Ég geri mér grein fyrir ljótri hegðun minni. Ég er hér til að læra og þetta mun ekki koma fyrir aftur,“ sagði Núnes

Rétt á eftir það setti hann aðra færslu inn á ensku og með fylgdi mynd af honum labba til búningsklefans eftir atvikið. Þar bað hann stuðningsmenn og öllum tengdum Liverpool afsökunar.

Liverpool mætir Manchester United á Old Trafford á mánudaginn. Nunez er í banni og Diogo Jota er meiddur og Roberto Firmino var ekki með í leiknum gegn Palace vegna meiðsla og ekki er víst hvort hann geti spilað næsta leik.

Framherjar Liverpool er því meira á meiðsla- eða bannlista en í leikmannahóp fyrir United leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert