Coady: Stuðningsmenn Everton skilja fótbolta betur en flestir

Tómas Þór Þórðarson ræddi við Conor Coady, varnarmann Everton, eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Liverpool á Goodison Park í dag.

Leikurinn var opinn og skemmtilegur en einhvern veginn rataði boltinn ekki í netið.

„Ég held að allir sem skilja fótbolta og þekkja fótbolta, sérstaklega stuðningsmenn okkar, sem skilja fótbolta betur en flestir, sjá að við erum að reyna að bæta okkur.

Þeir sjá að við erum að vinna saman, liðsandann hjá okkur. Sem lið erum við að styrkjast.

Við sömdum við nokkra frábæra leikmenn undanfarna daga. Það er mikilvægt að við höldum áfram að bæta okkur,“ sagði Coady meðal annars við Tómas Þór.

Coady var ánægður með frammistöðu liðsins og stuðningsmenn Everton auk þess sem hann sagði það hafa verið magnaða tilfinningu að skora í Liverpool-borgarslagnum, þó mark hans í síðari hálfleik hafi verið dæmt af vegna rangstöðu að athugun VAR lokinni.

Viðtal Tómasar Þórs við Coady má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert