„Hann er fullkominn“

Pep Guardiola og Erling Haaland á góðri stundu.
Pep Guardiola og Erling Haaland á góðri stundu. AFP/Oli Scarff

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hrósaði Erling Braut Haaland framherja liðsins í hástert á blaðamannafundi í dag.

Haaland hefur byrjað tímabilið með City af miklum krafti eftir að hafa gengið til liðs við enska félagið frá Borussia Dortmund í sumar.

Norðmaðurinn, sem er 22 ára gamall, hefur skorað 10 mörk í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni og þá hefur hann skorað 3 mörk í tveimur leikjum í Meistaradeildinni.

„Hann er fullkominn,“ sagði Guardiola á fundinum í dag.

„Hann er frábær strákur og þrátt fyrir að hann hafi verið hæfileikaríkur þegar hann kom hingað þá hefur hann nú þegar bætt sig.

Hann leggur sig allan fram og vill verða ennþá betri,“ sagði Guardiola á fundinum en City undirbýr sig nú fyrir mikilvægan leik gegn Wolves á útivelli sem fram fer á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka