Harry Kane skoraði sigurmarkið er Tottenham vann 1:0 sigur á Brighton í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta í Brighton í dag.
Harry Kane kom Tottenham-liðinu yfir á 22. mínútu með skallamarki eftir fyrirgjöf frá Heung-Min Son. Brighton-menn héldu vel í boltann og komust í fínar stöður í leiknum en komust aldrei almennilega nálægt því að skora og Tottenham sigldi 1:0 sigri heim.
Tottenham er í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig, þremur frá toppnum. Brighton er í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig.