Leicester úr botnsætinu

Daniel Amartey og Jeffrey Schlupp takast á í Leicester í …
Daniel Amartey og Jeffrey Schlupp takast á í Leicester í dag. AFP/Ben Stansall

Leicester er komið úr botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir jafntefli gegn Crystal Palace á King Power-vellinum í Leicester í dag.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli en heimamenn í Leicester voru sterkari aðilinn í leiknum og áttu 19 marktilraunir gegn 9 marktilraunum Crystal Palace.

Leicester, sem hefur nú unnið einn leik í deildinni og gert tvö jafntefli, er með 5 stig í 19. og næstneðsta sætinu.

Crystal Palace er hins vegar með 10 stig í þrettánda sætinu en þetta var fjórða jafntefli Crystal Palace á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert