Greenwood laus úr haldi

Mason Greenwood í leik með Manchester United.
Mason Greenwood í leik með Manchester United. AFP/Paul Ellis

Mason Greenwood, knattspyrnumaður Manchester United, er laus úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingu. Greenwood hafði áður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til mál hans fer fyrir dóm í næsta mánuði, en eftir áfrýjun hefur honum verið sleppt úr haldi.

Hann kom fyr­ir rétt í Manchester í gær vegna ákæru fyr­ir meint­ar til­raun­ir til nauðgun­ar, ógn­andi hegðunar og árása á fyrr­ver­andi unn­ustu sína. Í kjölfarið var honum neitað um lausn gegn tryggingu, sem nú hefur verið breytt.

Greenwood hef­ur verið laus gegn trygg­ingu og í far­banni und­an­farna mánuði en hann var hand­tek­inn vegna máls­ins í janú­ar á þessu ári. Hann var hand­tek­inn á ný á laug­ar­dag­inn fyr­ir að brjóta gegn for­send­um þess að vera frjáls ferða sina.

Greenwood er upp­al­inn hjá United og á að baki 129 leiki fyr­ir fé­lagið í öll­um keppn­um þar sem hann hef­ur skorað 35 mörk og lagt upp önn­ur tólf. Þá á hann að baki einn A-lands­leik fyr­ir Eng­land.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka