Tilþrifin: Fred og Bruno á skotskónum

Fred og Bruno Fernandes skoruðu mörk Manchester United þegar liðið vann afar verðskuldaðan 2:0-sigur á Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld.

Fred kom heimamönnum yfir strax í upphafi síðari hálfleiks þegar skot hans fór af Ben Davies og í netið.

Fernandes innsiglaði svo sigurinn með laglegri afgreiðslu þegar síðari hálfleikur var rúmlega hálfnaður.

Man. United fékk urmul færa í leiknum, þá sér í lagi í fyrri hálfleik, og var sigurinn því síst of stór.

Mörkin tvö og öll helstu færi leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert