West Ham vann dramatískan 1:0 sigur á botnliði Leicester í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Lundúnum í dag.
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir leiddi lið West Ham að vanda sem fyrirliði og lék allan leikinn. Varamaðurinn Isibeal Atkinson skoraði sigurmarkið á 88. mínútu.
West Ham er nú í sjötta sæti deildarinnar með 12 stig eftir átta leiki. Leicester er enn án stiga í neðsta sæti.