Ronaldo fékk bara 81 orð

Cristiano Ronaldo fékk lítið pláss í tímariti Manchester United.
Cristiano Ronaldo fékk lítið pláss í tímariti Manchester United. AFP/Manan Vatsyayana

Enska knattspyrnuliðið Manchester United spilaði sinn fyrsta leik frá því fyrir HM í Katar er liðið mætti B-deildarliði Burnley í deildabikarnum í gærkvöldi. Var leikurinn jafnframt sá fyrsti síðan Cristiano Ronaldo yfirgaf félagið.

Samningi Ronaldos var rift, eftir viðtal sem leikmaðurinn fór í, þar sem hann hraunaði yfir félagið og ýmsa innan þess.

Líkt og flest önnur félög á Englandi gefur United út tímarit fyrir hvern heimaleik. Í tímaritinu fyrir leikinn gegn Burnley fékk Ronaldo lítið pláss, eða aðeins 81 orð.

Iðulega fá leikmenn sem yfirgefa félög mun meira pláss og texta um afrek sín, en í tímariti United var mjög stuttlega farið yfir afrek Portúgalans hjá félaginu.

Þá vildi Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, lítið tala um Ronaldo í tímaritinu, sem og á blaðamannafundi eftir leikinn í gær og er ljóst að United vill horfa fram á veginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert