Fyrrverandi fyrirliði Liverpool snýr aftur

Gemma Bonner.
Gemma Bonner. Ljósmynd/Enska knattspyrnusambandið

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur samið við fyrrum fyrirliða sinn, Gemma Bonner, að snúa aftur og leika með kvennaliði félagsins.

Bonner er 31 árs gömul og er varnarmaður. Hún lék með Liverpool frá árunum 2012-2018 og snýr nú aftur frá bandaríska liðinu Racing Louisville en þar hefur hún leikið síðan 2021.

Hjá Liverpool vann Bonner enska meistaratitilinn tvö ár í röð árin 2013 og 2014 en árið 2018 skipti hún yfir til Manchester City.

„Mér líður frábærlega með þetta og fannst þetta vera rétti tíminn til að snúa aftur,“ sagði Bonner m.a.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert