Mörkin: Úlfarnir stálheppnir

Wolves náði í eitt stig á útivelli gegn Aston Villa í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld er liðin gerðu 1:1-jafntefli.

Þrátt fyrir að komast yfir í leiknum var Wolves stálheppið að fara með eitt stig heim, því Leon Bailey fékk dauðafæri í uppbótartíma, en nýtti það ekki.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert