Jarrod Bowen skoraði bæði mörkin í 2:0 heimasigri West Ham á Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Lundúnum í dag.
Í báðum mörkunum var Bowen réttur maður á réttum stað og tímasetti hlaupin sín afar vel. Með þessum sigri kom West Ham sér úr fallsæti og í það 15. með 18 stig.
Mörk Bowen og fleira má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann sport.