Arnar Gunnlaugsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum Sport í kvöld.
Ræddu þeir m.a. um Liverpool, sem fékk 0:3-skell gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Varnarleikur Liverpool var í molum framan af leik, en Wolves komst í 2:0 eftir tæplega kortersleik.
Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.