Mál knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar.
Þetta kom fram í skriflegu svari saksóknaraembættis bresku krúnunnur við fyrirspurn Fréttablaðsins en Gylfi Þór var handtekinn í júlí árið 2021 grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi eins og mbl.is greindi frá fyrstur allra miðla.
Saksóknaraembættið mun nú taka ákvörðun um það hvort ákært verði í málinu eða það látið niður falla.
„Við fengum í hendurnar gögn frá lögreglunni á Stór-Manchestersvæðinu þann 31. janúar síðastliðinn í kjölfar rannsóknar hennar á ásökunum um ítrekuð kynferðisbrot,“ segir í svari embættisins við fyrirspurn Fréttablaðiðsins.
„Við erum þessa stundina að leggja mat á gögnin í samræmi við okkar ferli," segir enn fremur í svari saksóknarambættisins.
Gylfi Þór, sem er 33 ára gamall, hefur verið laus gegn tryggingu allt frá því að hann var handtekinn hinn 16. júlí.
Hefur það fyrirkomulag verið framlengt nokkrum sinnum en hann hefur verið í farbanni frá því í júlí 2021.