Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane varð í dag markahæsti leikmaðurinn í sögu enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, en Kane skoraði sigurmark liðsins í 1:0-sigrinum á Manchester City.
Kane hefur nú skorað 267 mörk fyrir Tottenham, einu marki meira en goðsögnin Jimmy Greaves gerði á sínum tíma. Kane er enn aðeins 29 ára og mun væntanlega halda áfram að bæta metið á næstu árum.
Markið hjá Kane var númer 200 í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er í fimmta sæti með 39 stig eftir 22 leiki.