Enska knattspyrnufélagið Manchester City hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna kæru ensku úrvalsdeildarinnar á hendur félaginu fyrir meint fjárhagsbrot.
Í yfirlýsingunni segir að félagið sé undrandi á fréttum af þessum meintu brotum á reglum deildarinnar, sérstaklega þar sem félagið hafi skilað af sér til deildarinnar miklu magni af upplýsingum.
Félagið segir að kærkomið sé að óháðir aðilar muni skoða málið þar sem á óhlutdrægan hátt sé hægt að meta allar þær sannanir sem fyrir liggi og styðji málstað félagsins. Það sé tilhlökkunarefni að þetta mál verði kveðið niður í eitt skipti fyrir öll.