Nathan Tella reyndist hetja Burnley þegar liðið tók á móti Ipswich í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í Burnley í kvöld.
Tella kom Burnley yfir strax á 2. mínútu en Geirge Hirst jafnaði metin fyrir Ipswich mínútu síðar.
Tella skoraði svo sigurmark leiksins í uppbótartíma og skaut Burnley áfram í næstu umferð en Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður hjá Burnley á 84. mínútu.
Þá tryggðu Fleetwood Town, Grimsby og Sheffield United sér öll sæti í 5. umferð bikarkeppninnar í kvöld en Burnley mætir Fleetwood Town á heimavelli í næstu umferð þann 1. mars.