Leikmaður Chelsea gæti farið til Los Angeles

Pierre-Emerick Aubameyang á ekki framtíð hjá Chelsea.
Pierre-Emerick Aubameyang á ekki framtíð hjá Chelsea. AFP/Glyn Kirk

Framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang á litla framtíð hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea og gæti gengið í raðir Los Angeles FC í Bandaríkjunum.

Relevo á Spáni greinir frá því að bandaríska félagið hafi mikinn áhuga á Gabonmanninum. Félagið leitar að nýrri stjörnu úr Evrópuboltanum, eftir að Gareth Bale lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil.

Chelsea keypti Aubameyang frá Barcelona í september, en hann hefur ekki náð sér á strik hjá liðinu og var á dögunum tekinn út úr hóp liðsins fyrir Meistaradeild Evrópu.

Aubameyang átti afar góðu gengi að fagna hjá Dortmund og svo framan af hjá Arsenal. Stóð hann sig einnig vel hjá Barcelona, en fann ekki taktinn með Chelsea.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert