Heimamenn í enska úrvalsdeildarliðinu West Ham tefla fram óbreyttu byrjunarliði frá jafnteflinu gegn Newcastle í síðustu umferð en Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea, gerir þrjár breytingar frá markalausa jafnteflinu gegn Fulham í hádegisleik liðanna í ensku úrvalsdeildinni.
Sóknarmaður undir 21 árs-landsliðs Englands, Noni Madueke, byrjar sinn fyrsta leik fyrir Chelsea og Joao Felix kemur aftur í byrjunarliðið eftir að hafa tekið út þriggja leikja bann fyrir að hafa fengið beint rautt spjald í frumraun sinni með Chelsea gegn Fulham í janúar.
Þá byrjar Ruben Loftus-Cheek sinn fyrsta leik síðan í nóvember en hann hefur jafnað sig af meiðslum.
Leikurinn á Lundúnaleikvanginum hefst klukkan 12:30.
Your Hammers for #WHUCHE! ⚒️ pic.twitter.com/a8ZsVeVWGn
— West Ham United (@WestHam) February 11, 2023
Come on Chelsea! 💪@ParimatchGlobal | #WhuChe pic.twitter.com/mGEGWPqnUl
— Chelsea FC (@ChelseaFC) February 11, 2023