Leandro Trossard skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal er liðið mátti sætta sig við 1:1-jafntefli á heimavelli gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Trossard kom inn á sem varamaður á 62. mínútu og kom Arsenal yfir fjórum mínútum síðar. Það nægði ekki til sigurs, því Ivan Toney jafnaði á 74. mínútu.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.