Mörkin: Klíndi boltanum upp í skeytin

Brasilíumaðurinn Willian skoraði afar huggulegt mark fyrir Fulham er liðið vann 2:0-heimasigur á Nottingham Forest á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Willian lék þá á varnarmann í teignum og skilaði boltanum upp í samskeytin fjær með glæsilegu skoti. Manor Solomon komst einnig á blað hjá Fulham.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert