Nampalys Mendy, James Maddison, Kelechi Iheanacho og Harvey Barnes skoruðu allir fyrir Leicester er liðið fór illa með Tottenham á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Heppnismark hjá Rodrigo Bentancur fyrir Tottenham í upphafi leiks virtist aðeins reita Leicester-menn til reiði, sem svöruðu með fjórum mörkum og urðu lokatölur 4:1.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.