Mörkin: Newcastle millímetrum frá því að tapa

Newcastle slapp með skrekkinn er liðið heimsótti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, en lokatölur urðu 1:1.

Newcastle-menn geta talist heppnir að hafa fengið eitt stig, því liðið var millímetrum frá því að fá á sig sigurmark í lokin, en Keiran Trippier bjargaði glæsilega á línu frá Dominic Solanke.

Áður hafði Marcos Senesi komið Bournemouth yfir og Miguel Almirón jafnað fyrir Newcastle.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert