Robert Sánches í marki Brighton gerði sig sekan um hræðileg mistök er liðið mætti Crystal Palace á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Eftir að Solly March hafði komið Brighton yfir, svaraði James Tompkins fyrir Palace, eftir að Sánchez missti boltann afar klaufalega.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.