Mörkin: Útileikmaður komst upp með markvörslu

Leikmenn Chelsea voru allt annað en sáttir með að fá ekki víti þegar Thomás Soucek, leikmaður West Ham, varði skot frá Conor Gallagher, miðjumanns Chelsea, undir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Gallagher skaut utan teigs og Tékkinn kastaði sér fyrir boltann og sló hann í burtu. Þrátt fyrir myndbandsdómgæslu var ekkert dæmt.

João Félix kom Chelsea yfir á 16. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið, eftir sendingu frá Enzo Fernández. Komu þeir báðir til Chelsea í janúar. Emerson Palmieri, fyrrverandi leikmaður Chelsea, jafnaði fyrir West Ham á 28. mínútu og þar við sat.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert