Newcastle heldur áfram að misstíga í baráttunni um Evrópusæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, því liðið gerði í kvöld þriðja jafnteflið í röð á útivelli gegn Bournemouth, 1:1.
Marcos Sensei kom Bournemouth yfir á 30. mínútu, en Miguil Almirón jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Þrátt fyrir að Newcastle hafi verið töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik, tókst liðinu ekki að knýja fram sigurmark.
Newcastle er í fjórða sæti með 41 stig, fjórum stigum á eftir Manchester City í öðru sæti. Bournemouth er í 19. sæti, einu stigi frá öruggu sæti.