Burnley vann sinn tíunda sigur í röð í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Burnley-liðið átti ekki vandræðum með Preston og vann 3:0-heimasigur.
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley og lék fyrstu 73 mínúturnar.
Styttist í að liðið geti farið að fagna sæti í efstu deild, því Burnley er með 68 stig, sjö stigum meira en Sheffield United og 17 stigum meira en Middlesbrough í þriðja sæti og með leik til góða.
Efstu tvö sætin fara beint upp í úrvalsdeildina á meðan liðin í þriðja til sjötta sæti fara í umspil.