„Ástríðan og viljinn sem við höfum sem lið. Samstaðan í liðinu. Við erum ekki hræddir við neinn völl eða neitt lið.“
Þetta sagði Bruno Fernandes, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United um viðureignina við Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í dag.
„Ég veit að liðið mun gefa allt í leikinn og berjast fyrir stigunum þremur. Að sjálfsögðu hef ég ekki áhyggjur. “
Liðin mættast öðru sinni í deildinni á fimm dögum. Leikur Leeds og Manchester United hefst klukkan 14. Mbl.is fylgist með gangi mála og færir ykkur það helsta í beinni textalýsingu.