Hinn velski Nathan Jones, sem hefur verið knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Southampton síðan í nóvember á síðasta ári, hefur verið látinn fara, samkvæmt tilkynningu frá félaginu.
Þjálfararnir Chris Cohen og Alan Sheehan yfirgefa félagið á sama tíma. Jones stýrði liðinu í átta leikjum í ensku úrvalsdeildinni og náði í þrjú stig en hann tók við því af Ralph Hasenhuttl.
Southampton vermir botnsæti deildarinnar með 15 stig að loknum 22 leikjum.
Rubén Sellés, sem stýrði liðinu eftir að Hasenhuttl yfirgaf það og áður en Jones tók við, mun stýra æfingum og undirbúa liðið fyrir viðureignina við Chelsea í Lundúnum um næstu helgi.