Meistararnir minnkuðu forskotið í þrjú stig

Riyad Mahrez og Erling Haaland fagna marki þess fyrrnefnda.
Riyad Mahrez og Erling Haaland fagna marki þess fyrrnefnda. AFP/Paul Ellis

Manchester City minnkaði forskot Arsenal í þrjú stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag þegar liðið tók á móti Aston Villa á Etihad-vellinum í Manchester.

Leiknum lauk með öruggum sigri City, 3:1, en Rodri kom City yfir strax á 4. mínútu.

Ilkay Gündogan bætti við öðru marki City á 39. mínútu áður en Riyad Mahrez skoraði þriðja mark Englandsmeistaranna á lokamínútum fyrri hálfleiks.

Olli Watkins klóraði í bakkann fyrir Aston Villa á 61. mínútu en lengra komust Aston Villa-menn ekki.

Manchester City er með 48 stig í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum minna en Arsenal en Arsenal á leik til góða á City. Aston Villa er hins vegar í ellefta sætinu með 28 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert