Svolítið eins og að tefla

Maximilian Wober, leikmaður Leeds og Wout Weghorst, leikmaður Manchester United …
Maximilian Wober, leikmaður Leeds og Wout Weghorst, leikmaður Manchester United í baráttunni í leik liðanna í vikunni. AFP/Oli Scarff

„Þetta er svolítið eins og að tefla, sérstaklega þegar þú mætir sama liðinu tvisvar í röð og sama stjóranum.“

Þetta sagði Michael Skubala, annar tveggja knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarfélagsins Leeds United, að minnsta kosti til bráðabirgða, í aðdraganda leiks liðsins við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á Elland Road í dag.

„Ég þarf að vera rólegur og standa með ákvörðunum mínum og einbeita mér að okkar styrkleikum.“

Þetta er annar leikur liðanna í ensku úrvalsdeildinni á síðustu fimm dögum. Afar sérstök staða og ekki nokkuð sem kemur upp á hverju tímabili.

„Félagið og stuðningsmenn þess ættu að vera stoltir af jafnteflinu í vikunni, en þetta var samt bara eitt stig. Það sem gerðist í síðasta leik er fortíðin. Nú förum við í næsta leik og reynum að sækja þrjú stig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert