Knattspyrnustjórinn Neil Warnock er að taka við enska B-deildarfélaginu Huddersfield.
Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en Warnock, sem er 74 ára gamall, ákvað að hætta í þjálfun í apríl á síðasta ári.
Hann hefur verið í þjálfun í 42 ár og hefur meðal annars stýrt liðum á borð við Oldham, Sheffield United, Crystal Palace, QPR, Leeds, Cardiff og Middlesbrough á ferlinum.
Huddersfield hefur ekki gengið vel á tímabilinu en liðið er 23. eða næstneðsta sæti deildarinnar með 28 stig, stigi frá öruggu sæti.