Gífurlegt áfall fyrir Tottenham

Rodrigo Bentancur liggur sárþjáður í leiknum á laugardag á meðan …
Rodrigo Bentancur liggur sárþjáður í leiknum á laugardag á meðan liðsfélagar hans hlúa að honum. AFP/Geoff Caddick

Úrúgvæski miðjumaðurinn Rodrigo Bentancur meiddist illa á hné þegar lið hans Tottenham Hotspur steinlá fyrir Leicester City, 1:4, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardag.

Í stuttri tilkynningu frá Tottenham segir að hann hafi illu heilli slitið krossband í vinstra hné og verði því frá út yfirstandandi tímabil hið minnsta.

Bentancur mun gangast undir skurðaðgerð og hefja í kjölfarið langvinna endurhæfingu með sjúkrateymi Tottenham.

Búist er við því að miðjumaðurinn öflugi verði frá í 8-9 mánuði vegna meiðslanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert