Í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi var rætt um háloftabaráttu William Saliba hjá Arsenal og Ivan Toney hjá Brentford.
Saliba, sem hefur leikið frábærlega á tímabilinu, átti ekki sinn besta dag á laugardag þegar liðin gerðu 1:1-jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, þar sem Toney vann til að mynda 12 af 13 skallaeinvígjum sem þeir fóru í.
„Við höfum hrósað Saliba mikið, hann er búinn að vera frábær, en í þessum leik var eins og hann væri búinn að taka einhverjar róandi töflur. Hann var algjörlega „off“,“ sagði Gylfi Einarsson.
Umræður Gylfa, Margrétar Láru Viðarsdóttur og Tómasar Þórs Þórðarsonar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.