„Sjáið þið allar Tottenham-treyjurnar þarna og það er enginn nálægt þeim,“ sagði Gylfi Einarsson í Vellinum á Símanum Sport þegar rætt var um leik Leicester og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Leiknum lauk með 4:1-sigri Leicester en varnarleikur Tottenham var ekki upp á marga fiska í leiknum.
„Antonio Conte er örugglega vel brjálaður,“ sagði Gylfi.
„Það virtist ekki vera nein stjórnun í varnarleiknum í þessum leik og maður hefur kannski ekki gert sér almennilega grein fyrir mikilvægi Hugo Lloris í leik Tottenham,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir meðal annars.