Hollendingurinn tekur ekki við Leeds

Alfred Schreuder verður ekki næsti stjóri Leeds.
Alfred Schreuder verður ekki næsti stjóri Leeds. Ljósmynd/Ajax

Hollendingurinn Alfred Schreuder verður ekki næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Leeds.

Schreuder var orðaður við stöðuna og fylgdist með leik liðsins við Manchester United úr stúkunni á Elland Road í gær.

Hann hefur hins vegar snúið aftur til Hollands og verður ekki ráðinn til starfa. Schreuder var eftirmaður Eriks ten Hag hjá Ajax, en var rekinn á dögunum eftir afleitt gengi.

Leeds hefur verið án stjóra frá því að Jesse Marsch var vikið úr störfum í síðustu viku og hefur stjóraleitin gengið illa hjá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert