Í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi var rætt um David de Gea, markvörð Manchester United, eftir að hann hélt marki sínu hreinu í 2:0-sigri liðsins á Leeds í ensku úrvalsdeildinni í gær.
„Hann hefur verið að spila vel upp á síðkastið. Hann er góður að verja.
Hann hefur átt fínasta tímabil í ár en mér finnst alveg skrítið að ten Hag vilji ekki gera breytingar þarna og fá nútímalegri markvörð,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir að rætt var um veikleika de Gea.
Umræður Margrétar Láru, Gylfa Einarssonar og Tómasar Þórs Þórðarsonar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.