Missir Haaland af toppslagnum?

Erling Haaland.
Erling Haaland. AFP/Oli Scarff

Vafi leikur á því hvort norski markahrókurinn Erling Haaland geti tekið þátt í stórleik Manchester City og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu næstkomandi miðvikudagskvöld.

Haaland fór af velli í hálfleik í 3:1-sigri Man. City á Aston Villa í deildinni í gær.

„Erling fékk högg, honum leið illa. Í hálfleik ræddi ég við læknateymið.

Þeir sögðu að úr því að staðan væri svona væri kannski ráð að taka enga áhættu, og ég var sammála því,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Man. City, eftir leikinn.

Staðan var 3:0 í leikhléi og því auðveldara að sleppa því að taka áhættu með Haaland að mati Guardiola, sem hefur þegar skorað 25 mörk í deildinni á tímabilinu.

„Hefði forystan verið minni hefði ég kannski ekki gert þetta. Ég held að hann sé ekki meiddur en á mánudag munum við sjá hvort svo sé.

Vonandi getur hann spilað á miðvikudag. En ef hann er ekki reiðubúinn eða einhver áhætta er fólgin í því að spila honum mun hann ekki gera það,“ bætti Guardiola við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert