Hollendingurinn Cody Gakpo skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool þegar liðið vann 2:0-heimasigur á Everton í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Gakpo skoraði annað markið með afgreiðslu af stuttu færi. Mo Salah skoraði fyrra markið eftir stóglæsilega skyndisókn.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.