Tekur Klopp við Real Madrid?

Jürgen Klopp er samningsbundinn Liverpool út keppnistímabilið 2025-26.
Jürgen Klopp er samningsbundinn Liverpool út keppnistímabilið 2025-26. AFP/Glyn Kirk

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, er orðaður við spænska stórliðið Real Madrid þessa dagana.

Klopp, sem er 55 ára gamall, er samningsbundinn Liverpool út keppnistímabilið 2025-26 en hann tók við liðinu í október 2015 af Brendan Rodgers.

Gengi Liverpool á tímabilinu hefur verið langt frá væntingum en Liverpool situr sem stendur tíunda sæti deildarinnar með 29 stig, 12 stigum frá Meistaradeildarsæti.

Spænski miðillinn El Nacional greinir frá því að forráðamenn Real Madrid horfi til Klopps um að taka við liðinu í sumar af Carlo Ancelotti.

Ancelotti hefur verið orðaður við brottför frá félaginu að undanförnu en Real, sem er ríkjandi Spánar- og Evrópumeistari, hefur ekki gengið vel á tímabilinu og er 11 stigum á eftir toppliði Barcelona í spænsku 1. deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert